Um okkur

Samtök sykursjúkra á Norðurlandi.

Árið 1970, sunnudaginn 25 janúar, var haldinn fundur á Hótel KEA á Akureyri í þeim tilgangi að stofna félag sykursjúkra. Gunnlaugur P. Kristinsson stjórnaði fundinum og tilnefndi Eirík Sigurðsson sem ritara. Fundarstjóri bauð fundamenn velkomna og skýrði frá því að um haustið hefði verið haldinn fundur með nokkrum sykursýkissjúklingum hér á Akureyri, þar sem rætt var um stofnun félags. Á þeim fundi var skipuð undirbúningsnefnd,   í hana voru tilnefnd Gunnlaugur P. Kristinsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Eiríkur Sigurðsson.

Nefndin hélt nokkra fundi, samdi lög fyrir væntanlegt félag, kynnti sér hverjir hefðu þennan sjúkdóm á Akureyri og nágrenni og boðaði svo bréfalega til stofnfundar. Var stofnun félagsins þar samþykkt af öllum viðstöddum. Fundarstjóri skýrði félögum á hinum Norðurlöndum, sem ynnu að fræðslu og til hagsbóta fyrir sykursjúkt fólk. meðal annars rækju þau heilsuhæli, fengju lækna til að flytja erindi í félögum og gæfu út tímarit um þetta efni.